Stefna og framtíðarsýn

Viðskiptavinir Arion banka hafa fjölbreytt og ólík markmið. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim að grípa þau tækifæri sem gefast með vandaðri þjónustu og ráðgjöf. Við leggjum okkur fram við að gera þjónustu okkar aðgengilega og persónusniðna með þarfir hvers og eins að leiðarljósi.

Stefna Arion banka

Að standa öðrum framar með snjöllum og traustum fjármálalausnum sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar.

Við leggjum áherslu á:

Að standa öðrum framar

  • Lausnamiðuð og árangursdrifin menning
  • Framúrskarandi starfsfólk í hvetjandi umhverfi sem er skapandi, krefjandi og skemmtilegt
  • Samstarf við þau sem auka skilvirkni okkar og bæta vöruframboð

Að bjóða snjallar lausnir

  • Fjölbreytt og virðisaukandi þjónusta fyrir kröfuharða viðskiptavini
  • Þjónusta og ákvarðanir byggjast á gögnum og greiningu
  • Stafrænar lausnir sem gera þjónustuna þægilegri

Að skapa verðmæti til framtíðar

  • Setjum okkur í spor viðskiptavina og skiljum þarfir þeirra og markmið
  • Störfum af ábyrgð með sjálfbærni að leiðarljósi
  • Erum til staðar með hugvit, lausnir og fjármagn

Þinn árangur

Velgengni tekur á sig margar myndir því árangur getur verið alls konar. Við erum öll ólík og markmið okkar eru fjölbreytt en við stefnum öll fram á við og þinn árangur er það sem við stefnum að. Okkar hlutverk er að hjálpa viðskiptavinum, eigendum, starfsfólki og samfélaginu sem við störfum í að ná markmiðum sínum.

Árangur viðskiptavina

Hvort sem það er stórfyrirtæki sem fjárfestir í umhverfisvænni framleiðslu eða sprotafyrirtæki í leit að fjármögnun, ungt fólk á leið í nám erlendis eða eldra fólk að byggja upp eignasöfn og tryggja fjárhagslegt öryggi á efri árum, þá erum við alltaf að vinna að árangri okkar viðskiptavina.

Árangur samfélagsins

Verkefnin sem við fjármögnum hafa mikil áhrif á samfélag okkar og umhverfi. Við höfum trú á kraftmiklu atvinnulífi og erum leiðandi í grænni fjármögnun og ætlum okkur að vera það áfram.

Árangur eigenda

Þúsundir Íslendinga eru hluthafar í Arion, bæði beint en líka óbeint í gegnum lífeyrissjóði. Við erum meðvituð um okkar ábyrgð og höfum metnað til þess að skila eigendum okkar auknum verðmætum.

Árangur starfsfólks

Starfsfólk bankans er fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnað fyrir störfum sínum. Við leggjum okkur fram við að byggja upp vinnustað þar sem kunnátta, þekking og færni fær að njóta sín.

Þægilegri bankaþjónusta

Í hröðu samfélagi nútímans leggjum við áherslu á að mæta þörfum viðskiptavina okkar með framúrskarandi þjónustu sem er þægileg og aðgengileg hvenær sem er. Stafræn tækni býður upp á skilvirkni, sveigjanleika og persónusniðna þjónustu. Hér höfum við skipað okkur í fyrsta sæti á Íslandi með öflugum og aðgengilegum lausnum.

Fjölbreytt vöruúrval og fjölbreyttar þjónustuleiðir eru liður í því byggja upp náið og traust langtímasamband við viðskiptavini. Með því að bjóða upp á alhliða fjármálaþjónustu og tryggingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki geta viðskiptavinir okkar fengið heildstæða yfirsýn yfir öll sín fjármál á einum stað. Þannig mætum við ólíkum þörfum og nýtum um leið sérþekkingu okkar svo að viðskiptavinir nái sem mestum árangri.

Græn fjármál

Yfirskrift sjálfbærnistefnu Arion banka er „saman látum við góða hluti gerast“ og felur meðal annars í sér að bankinn vilji vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi og samfélagi.

Við gerum okkur grein fyrir að mestu áhrifin sem bankar geta haft er í gegnum lánveitingar og fjárfestingar og við tökum þá ábyrgð alvarlega. Bankinn hefur sett sér metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu og vill leggja sitt af mörkum svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og öðrum innlendum og alþjóðlegum umhverfis- og loftslagssáttmálum. Arion banki býður viðskiptavinum sínum græna fjármálaþjónustu, svo sem græn bílalán, innlán, íbúðalán, fyrirtækjalán og græna sjóði Stefnis. Nánar má lesa um græn fjármál Arion banka hér.