Brynjólfur Bjarnason

Ávarp stjórnarformanns

Árið 2022 var viðburðaríkt ár. Á Íslandi og víða um heim voru samkomutakmarkanir í gildi þegar árið rann í garð. Þeim var aflétt snemma árs með tilheyrandi bjartsýni. Sú bjartsýni varði því miður ekki lengi þar sem Rússar réðust inn í Úkraínu með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúa Úkraínu. Efnahagsleg áhrif stríðsins finnast víða, ekki síst í Evrópu en einnig á eignamörkuðum víða um heim. Áhrifin á Ísland, með sína sjálfbæru og grænu orku, eru enn sem komið er takmörkuð. Efnahagslíf landsins var þróttmikið á árinu 2022 þó aðstæður á mörkuðum hafi vissulega verið krefjandi. Fjárhagsstaða bankans er sem fyrr mjög sterk, 24,0% eiginfjárhlutfall og 11,8% vogunarhlutfall í árslok. Eigið fé bankans nam 188 milljörðum króna í árslok og námu endurkaup og arðgreiðslur til hluthafa 32,3 milljörðum króna á árinu. Hlutfall eiginfjárþáttar 1 var 18,8% í árslok, en markmið bankans er að það sé á bilinu 17,3-18,3%. Fjárhagslegur styrkur bankans er því áfram góður og bankinn vel í stakk búinn að takast á við það sem fram undan er.

Sjá nánar

Benedikt Gíslason

Ávarp bankastjóra

Ársins 2022 verður helst minnst fyrir innrás Rússlands í Úkraínu, þær afleiðingar sem stríðið hefur fyrir fólkið í landinu og efnahagslegar afleiðingar þess í Evrópu. Í kjölfarið hefur sögulega há verðbólga hrjáð efnahagskerfi Evrópu, vextir hækkað skarpt og óróleiki einkennt eignamarkaði. Ísland er að mörgu leyti í vari fyrir áhrifum átakanna en við finnum engu að síður vel fyrir óróleika á verðbréfamörkuðum, bæði hér á landi og beggja vegna Atlantshafsins. Umhverfið var því krefjandi á árinu en engu að síður náðist mjög góður árangur í starfsemi bankans. Hagnaður bankans á árinu 2022 nam 25,4 milljörðum króna og arðsemi eiginfjár 13,7%, sem er yfir 13% arðsemismarkmiði bankans.

Sjá nánar

Í hnotskurn

Hagnaður 

25,4

milljarðar króna

Rekstrartekjur 

57,2

milljarðar króna

Arðsemi eiginfjár 

13,7%

Eignir í stýringu 

1.298

milljarðar króna

Tryggingar 

65.000

viðskiptavinir

 
 

Lán til viðskiptavina 

1.085

milljarðar króna

Sjálfbærni

Viðskiptavinir, hluthafar bankans, mannauðurinn okkar og samfélagið í heild skipta okkur höfuðmáli. Við leggjum áherslu á góða stjórnarhætti og gott innra eftirlit. 

Arion banki vill vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem bankinn starfar í.

Sjá nánarMeðalstarfsaldur í Arion banka eru tæp

10 ár

 

Niðurstaða jafnlaunagreiningar sýnir

0,4% 

óútskýrðan launamum kynjanna
 

Heildarúthlutun grænnar fjármögnunar nemur

151,5 

milljörðum króna

Lækkun á GHL* í eigin rekstri er

55,6%

frá árinu 2015
*Gróðurhúsalofttegundir - Umfang 1 og 2

Starfsfólki eru tryggð sem næst 

80% 

af launum í fæðingarorlofi

Fjármögnuð kolefnislosun bankans var

279,4 ktCO2Í 

samkvæmt útreikningum fyrir lánveitingar og fjárfestingar fyrir árið 2021

Við bjóðum snjallar lausnir

Rafrænar lánveitingar

Bílalán nær 100% rafræn

Umsóknarferli og útborgun bílalána er nú nær 100% rafræn. Núlán, yfirdráttur og umsóknarferli íbúðalána eru alfarið rafræn sem og greiðslumat. 

Besta bankaappið

Besta bankaappið 6 ár í röð

Arion appið valið besta banka appið sjötta árið í röð að mati svarenda í könnun MMR. Virkir notendur appsins eru orðnir rúmlega 100 þúsund. 

Vörður Tryggingar

Tryggingar í Arion appinu

Allar helstu tryggingar Varðar fyrir einstaklinga eru nú fáanlegar í Arion appinu og hægt að kaupa heildartryggingarpakka eða stakar tryggingar.